Hér er hægt að kynnast hinu mikla höfundarverki Atla Heimis Sveinssonar og tónskáldinu sjálfu.

 

Að blanda saman ólíkum stílum er kúnst, en Atli kann hana prýðilega. Sinfónían eftir hann var viðburðaríkt ferðalag um ytri og innri heima, um mannlega reynslu og sálarlíf, um síbylju og áreiti; tilfinningar, bæði sárar og ljúfar. Það var mergjuð upplifun. Svo mergjuð að tónlistin situr enn í mér, eins og draumur, martröð úr fortíðinni en líka eftirsjá – og kannski boðberi merkra tíma.

Jónas Sen um Sinfóníu nr. 6, Morgunblaðið, mars 2009.