Listar yfir tónverk Atla Heimis eftir hljóðfrærasamsetningum eða í starfrófsröð.
Hljómsveitarverk
Hljómsveitarverkin spanna meðal annars sex sinfóníur, einþáttunga og á annan tug konserta. 1976 hlaut Atli Heimir Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs yrir flautukonsertinn. Hann samdi 3. og 4. sinfóníur sínar 2003–2007 er hann var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Kammerverk
Megnið af höfundarverki Atla Heimis, liggur í verkum fyrir smærri hljóðfærahópa. Hafa þau verið tónlistarfólki innan lands og utan áskorun og dýrmætur fjársjóður að miðla til áheyrenda. Þá hafa Jónasarlögin, fyrir rödd og lítinn kammerhóp, tekið sér bólfestu í hjarta þjóðarinnar.
Sóló og dúó
Sum verkanna í þessum flokki eru með þeim mest leiknu og hljóðrituðu eftir tónskáldið. Þar má nefna 21 Tónamínútur sem eru orðnar einn af hornsteinum flautubókmennta 20. aldarinnar og hið dramatíska Dal Regno Del Silenzio fyrir selló. Hér er einnig að finna verk af öllum erfiðleikastigum sem gætu vel hentað tónlistarnemum.
Kórverk
Frá því að Atli Heimir stjórnaði kór Menntaskólans í Reykjavík sem ungur maður hefur hann verið í miklu sambandi við íslenska kóra. Má þá kannski helst nefna Hamrahlíðarkórinn sem hefur sungið og hljóðritað lög hans í áratugi. Þessi stóri flokkur verka geymir sönglög við margar helstu ljóðaperlur íslenskra bókmennta. Stílbrigðin eru einstaklega fjölbreytt, frá ögrandi framúrstefnu yfir í ljúflingslög.
Sönglög
Sönglög Atla Heimis eru gríðarlega fjölbreytt. Hér eru geymdir afar áhrifamiklir og krefjandi lagaflokkar, bæði fyrir flytjendur og áheyrendur en einnig slagarar sem erfitt er að komast undan að fá á heilann.
Óperur, ballettar og leikhústónlist
Óperurnar Silkitrommuna, Tunglskinseyjuna og sjónvarpsóperuna Vikivaka, er að finna hér en líka óperurnar Herterwig og Kristnitökuna sem fullbúnar bíða þess að verða frumfluttar. Ekki má gleyma leikhústónlist Ata Heimis en mörg laganna má með réttu kalla þjóðlög.
Kirkjutónlist
Hér er leyndardómsfull tónlist fyrir trúariðkun og íhugun. Inn á milli leynast verk sem eru hvað minnst þekkt verka Atla Heimis og bíða þess að verða uppgötvuð.
Tónverk í stafrófstöð
Frá A-Ö. Von er á að tugir fullkáraðra og óútgefinna verka frá öllum tímabilum starfsævi Atla Heimis bætist á þennan mikla lista á næstu mánuðum og árum. Útsetningar Atla Heimis eru ekki skráðar hér en þær eru fáanlegar hjá ITM.