Atli Heimir Sveinsson Pianó tríó 1-3Þessi verk hjóma vel, eru aldrei sláandi tilraunakennd og alltaf heillandi í litasamsetningum sínum án þess að ýta meðferð hljóðfæranna yfir strikið. Hyperion Tríóið gefur sig af vandvirkni og næmni í flutning tónlistar Sveinssonar.  Klassik heute , janúar 2010.

jan12_coverFrostkaldir skuggar milli svefns og draums með áherslu á raddir barítóns, saxófóns og gítars; Rödd ímyndaðs lífs,  kontratenór er eins og mynt sem snýst uppi á rönd: þessar tálsýnir í hljóði mynda hluta af veröld Atla Heimis Sveinssonar, Hann er eitt afkastamesta og virtasta tónskálds landsins, fæddur árið 1938 og menntaður á hinum spennandi tímum nýfengis sjálfstæðis á tímum, er hið faglega tónlistarlíf á Norður-Atlantshafseyjunni rigsaði hröðum skrefum fram á við.

Og hér er Tíminn og vatnið, ‘ballett-óratoria’ Atla Heimis, hreinlega einstakt verk innan hins víðtæka höfundarverks hans,  uppfullt af andstæðum: svíta af ljóðum Steins Steinars, kyrralífsmyndum af  upphafi 20. aldar hins módernísks Íslands, með innsetningum bragðmikilla hljóðfæra-millispilskafla. Verkið spannar tvo og hálfan tíma, það er langt ferðalag til að hlusta og upplifa – og þú þarft að stjórna framvindunni sjálfur.

En, með Kammersveit Reykjavíkur og kór undir frábærri stjórn Paul Zukofsky og liðsauka nokkurra eftirsóttustu raddanna á eyjunni, verður hlustunin dáleiðandi og að lokum auðgandi reynsla.

Atli Heimir lærði, eins og flestir samlanda hans, í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og sneri síðan aftur til að verða allt í öllu; (einn af mörgum í hlutverki einsmanns-hljómsveitarinnar), akademía og skipuleggjandi tónlistarlífs á Íslandi. Nótnastrengur hans getur stundum hljómað eins og ágrip af 20. aldar tónlistarsögunni. En hér erum við í samhljómi við hina sérstöku rödd hans og hins mjög persónulega hljóðumhverfi hugarheims hans. Skrif fyrir hljóðfæraleik  sem eru einföld, söng sem er fjölbreyttur, oft flúraður  og ætíð sannfærandi í fögrum röddum Sverris Guðjónssonar kontratenórs, Mörtu Halldórsdóttur, sóprans og Bergþórs Pálssonar baritóns. Hilary Finch BBC Music Magazine, janúar 2012

Að blanda saman ólíkum stílum er kúnst, en Atli kann hana prýðilega. Sinfónían eftir hann var viðburðaríkt ferðalag um ytri og innri heima, um mannlega reynslu og sálarlíf, um síbylju og áreiti; tilfinningar, bæði sárar og ljúfar. Það var mergjuð upplifun. Svo mergjuð að tónlistin situr enn í mér, eins og draumur, martröð úr fortíðinni en líka eftirsjá – og kannski boðberi merkra tíma.
Jónas Sen um Sinfóníu nr. 6, Morgunblaðið, mars 2009

Leave a Reply