TÓNAR

Greining á 21 tónamínúta eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir einleiksflautu, með túlkunaratriðum.

Doktorsritgerð Sóleyjar Þrastardóttur flautuleikara frá Univeristy of Oklahoma (2013)

Ritgerðina (á ensku) er að finna hér 

Sóley Þrastardóttir
Sóley Þrastardóttir

Atli Heimir Sveinsson (f. 1938) er eitt markverðasta og afkastamesta tónskáld sem Ísland hefur alið. Hann hefur skapað afar fjölbreytta tónlist, bæði hvað varðar tegund og stíl, og hefur meðal annars samið margslungið úrval verka fyrir flautu. Hermitónlistarverkið 21 tónamínúta fyrir einleiksflautu, samið fyrir flautuleikarann Manuelu Wiesler árið 1980, býr yfir afar nýstárlegu formi. Það er orðið eitt þekktsta og mest flutta verk íslenskra flautubókmennta. Þetta skjal veitir sögulegar upplýsingar um sköpun Tónamínútnanna, svo og um flutning á verkinu og hvernig því hefur verið tekið. Einnig er fjallað um einkenni verksins. Sjónarmið tónskáldsins um verkið koma fram ásamt sjónarmiðum tveggja flautuleikara, Áshildar Haraldsdóttur og Martial Nardeau, sem bæði hafa hljóðritað verkið í heild sinni. 21 tónamínúta samanstendur af tuttugu og einum hermitónlistar-örþáttum fyrir einleiksflautu. Hér gefur að líta ítarlega greiningu á uppbyggingu og eiginleikum hvers þáttar. Einnig er hér að finna umfjöllun um það hvernig greiningin gæti haft áhrif á flutning verksins. Kaflarnir tuttugu og einn skiptast í þrjá flokka eftir formi. Í fyrsta lagi er um að ræða ein-stefs kafla, í öðru lagi kafla þar sem tvær andstæðar hugmyndir koma fram og í þriðja laga margskipta kafla. Margir kaflanna hafa til að bera sameiginlega eiginleika og finna má tengingar á milli einstakra kafla. Einnig eru oft tengingar á milli tónlistar og umfjölunarefnis hvers þáttar. 21 tónamínúta veitir flautuleikurum ótal möguleika í flutningi, bæði hvað varðar túlkun og uppsetningu verksins. Þeir fá því tækifæri til að búa til nánast endalausar útgáfur af verkinu. Flautuleikarar geta notfært sér þá formlegu og efnislegu greiningu sem og vangaveltur varðandi flutning verksins sem hér er að finna til upplýsingar fyrir sína túlkun og flutning á Tónamínútunum.

Leave a Reply