Þessi verk hjóma vel, eru aldrei sláandi tilraunakennd og alltaf heillandi í litasamsetningum sínum án þess að ýta meðferð hljóðfæranna yfir strikið. Hyperion Tríóið gefur sig af vandvirkni og næmni í flutning tónlistar Sveinssonar. Klassik heute , janúar 2010.
Frostkaldir skuggar milli svefns og draums með áherslu á raddir barítóns, saxófóns og gítars; Rödd ímyndaðs lífs, kontratenór er eins og mynt sem snýst uppi á rönd: þessar tálsýnir í hljóði mynda hluta af veröld Atla Heimis Sveinssonar, Hann er eitt afkastamesta og virtasta tónskálds landsins, fæddur árið 1938 og menntaður á hinum spennandi tímum nýfengis sjálfstæðis á tímum, er hið faglega tónlistarlíf á Norður-Atlantshafseyjunni rigsaði hröðum skrefum fram á við.
Og hér er Tíminn og vatnið, ‘ballett-óratoria’ Atla Heimis, hreinlega einstakt verk innan hins víðtæka höfundarverks hans, uppfullt af andstæðum: svíta af ljóðum Steins Steinars, kyrralífsmyndum af upphafi 20. aldar hins módernísks Íslands, með innsetningum bragðmikilla hljóðfæra-millispilskafla. Verkið spannar tvo og hálfan tíma, það er langt ferðalag til að hlusta og upplifa – og þú þarft að stjórna framvindunni sjálfur.
En, með Kammersveit Reykjavíkur og kór undir frábærri stjórn Paul Zukofsky og liðsauka nokkurra eftirsóttustu raddanna á eyjunni, verður hlustunin dáleiðandi og að lokum auðgandi reynsla.
Atli Heimir lærði, eins og flestir samlanda hans, í Þýskalandi og Bandaríkjunum, og sneri síðan aftur til að verða allt í öllu; (einn af mörgum í hlutverki einsmanns-hljómsveitarinnar), akademía og skipuleggjandi tónlistarlífs á Íslandi. Nótnastrengur hans getur stundum hljómað eins og ágrip af 20. aldar tónlistarsögunni. En hér erum við í samhljómi við hina sérstöku rödd hans og hins mjög persónulega hljóðumhverfi hugarheims hans. Skrif fyrir hljóðfæraleik sem eru einföld, söng sem er fjölbreyttur, oft flúraður og ætíð sannfærandi í fögrum röddum Sverris Guðjónssonar kontratenórs, Mörtu Halldórsdóttur, sóprans og Bergþórs Pálssonar baritóns. Hilary Finch BBC Music Magazine, janúar 2012